Vildu stríða þeim meira

Stefan Johansen, Efe Eric Ambrose og Gary Martin í fyrri …
Stefan Johansen, Efe Eric Ambrose og Gary Martin í fyrri leik KR og Celtic. mbl.is/Eggert

„Það var mjög gaman strax frá byrjun enda hátt í 40 þúsund manns á vellinum að mér skilst. Stemningin var mikil og þeirra stuðningsmenn frægir fyrir að vera með mikil læti og þetta var skemmtileg upplifun fyrir alla. Við vissum að það væri erfitt að komast áfram gegn þessu liði en við fengum tvo frábæra leiki og hefðum viljað gera betur hérna úti, en við spiluðum fínt í fyrri leiknum heima. Þetta var mikið ævintýri,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 4:0-tap gegn Celtic í gærkvöld, og sagði að lærisveinar sínir hafi ekki látið rafmagnað andrúmsloftið hafa áhrif á undirbúning sinn fyrir leikinn.

„Spennustigið var fínt, strákarnir voru yfirvegaðir og rólegir. Við ætluðum að njóta augnabliksins og við gerðum það, það var ekkert stress sem kom í veg fyrir það. Stemningin var góð bæði fyrir leik og núna eftir hann líka. Það hefur eflaust enginn búist við að við myndum slá þetta lið út og við áttuðum okkur alveg á því við hverja við vorum að spila,“ sagði Rúnar.

Nánar er fjallað um viðureign KR og Celtic í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert