Íslenski boltinn í beinni - fimmtudagur

Ólafur Karl Finsen og félagar í Stjörnunni taka á móti …
Ólafur Karl Finsen og félagar í Stjörnunni taka á móti Motherwell í Garðabænum. mbl.is/Eggert

Í kvöld fara fram seinni leikirnir í 2. umferð Evrópudeildar UEFA þar sem FH og Stjarnan eiga góða möguleika gegn andstæðingum sínum frá Hvíta-Rússlandi og Skotlandi. Fylkir og Selfoss mætast í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna og þrír leikir fara fram í 1. deild karla. Fylgst er með þessu öllu í beinu lýsingunni ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI hér á mbl.is.

FH og Stjarnan gerðu bæði jafntefli í útileikjum sínum í síðustu viku og skoruðu dýrmæt mörk. Báðum nægir þeim því markalaust jafntefli í kvöld og Stjarnan má líka gera 1:1 jafntefli.

Í Árbænum slást spútnikliðin tvö í kvennafótboltanum í ár um hvort þeirra kemst í fyrsta sinn í sögunni í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Og í 1. deild karla eru fjögur af fimm efstu liðunum á ferðinni í kvöld og staðan í toppslagnum getur því tekið dramatískum breytingum. Leikir kvöldsins eru þessir:

Evrópudeild UEFA, seinni leikir:
19.15 FH - Neman Grodno (1:1)
19.15 Stjarnan - Motherwell (2:2)

Borgunarbikar kvenna, undanúrslit:
19.15 Fylkir - Selfoss

1. deild karla:
18.15 KA - Þróttur R.
19.15 ÍA - Grindavík
20.00 Haukar - HK

Staðan: Leiknir R. 27, ÍA 21, Þróttur R. 21, HK 21, KA 20, Víkingur Ó. 19, Selfoss 15, KV 14, Haukar 14, BÍ/Bolungarvík 14, Grindavík 13, Tindastóll 3.

Til að fylgjast með öllu sem gerist alls staðar, smellið á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert