Evrópureisan lengist

Atli Viðar Björnsson fagnar marki sínu fyrir FH gegn Neman …
Atli Viðar Björnsson fagnar marki sínu fyrir FH gegn Neman Grodno í gærkvöld. mbl.is/Árni Sæberg

FH setti met með sigrinum á Neman Grodno í gær, því nú hefur ekkert annað lið unnið jafn marga leiki í Evrópukeppni og FH-ingar. Sigurleikirnir eru orðnir 16 talsins og fór FH með sigrinum í gær fram úr Skagamönnum sem höfðu unnið 15 leiki í Evrópukeppni. KR-ingar koma svo næstir með 14 Evrópusigra.

Sigur FH í gær þýðir líka árlegan höfuðverk fyrir Birki Sveinsson og félaga í mótanefnd KSÍ, því nú er nokkuð ljóst að leikur FH og KR í 14. umferð Pepsi-deildarinnar verður ekki leikinn miðvikudaginn 6. ágúst, þar sem síðari leikur FH og Elfsborgar verður fimmtudaginn 7. ágúst.

Fjallað er betur um leik FH og Elfsborgar og Stjörnunnar og Motherwell í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert