Hlynur: Ekkert síðri en Stjarnan

„Mér fannst liðið vera nokkuð fínt í dag. Ekkert síðra en Stjarnan. Þetta gat dottið öðru hvoru megin. Það eru leiðindarmistök sem verður þess valdandi að við fáum á okkur mark sem skilur síðan að í lokin,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Breiðabliks, afar dapur í bragði eftir 1:0 tap síns liðs gegn Stjörnunni í undaúrslitum Borgunarbikarsins.

Breiðablik tapaði síðastliðinn þriðjudag einnig 1:0 fyrir Stjörnunni í deildinni. Liðið er þó ekki að spila illa. Það vantar aðeins upp á að klára þau færi sem gefast.

„Við erum kannski ekki að lenda ein á móti markmanni eða eitthvað slíkt. Við erum að komast ansi oft í rosalega góða sénsa til þess að búa til flott færi. Við þurfum bara að halda áfram og laga þessi atriði sem þarf að laga,“ sagði Hlynur en nánar er ræt við hann í ofanverðu myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert