Daði tryggði Val sigur í Keflavík

Daði Bergsson skoraði sigurmark Vals og er hér með boltann …
Daði Bergsson skoraði sigurmark Vals og er hér með boltann í leiknum í kvöld. Mynd/Víkurfréttir

Valsmenn unnu góðan útisigur gegn Keflavík í kvöld, 2:1, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með mörkum frá Patrick Pedersen og Daða Bergssyni.

Einar Orri Einarsson jafnaði metin fyrir Keflavík. Valsmenn voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fóru með sanngjarna forystu inn í klefann eftir mark Pedersens.

Heimamenn mættu þó ákveðnir til leiks í þeim seinni og tókst að jafna, en leikurinn opnaðist nokkuð í seinni hálfleiknum. Valsmenn nýttu tækifærin sín betur og Daði Bergsson gerði sigurmarkið undir lokin eftir skyndisókn.

Liðin hafa því sætaskipti í deildinni, Valur tekur því 5. sætið af Keflavík og eru með 18 stig, en Keflavík er í því 6. með 17.

Fylgjast má með öllum fréttum og því sem gerist í íslenska fótboltanum í dag með því að smella á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Keflavík 1:2 Valur opna loka
90. mín. Patrick Pedersen (Valur) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert