Íslenski boltinn í beinni - sunnudagur

FH-ingar eru með tveggja stiga forystu fyrir leiki 13. umferðarinnar.
FH-ingar eru með tveggja stiga forystu fyrir leiki 13. umferðarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag og kvöld er leikin heil umferð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, þrettánda umferðin. Tveir leikjanna hefjast klukkan 17.00, þrír klukkan 19.15 og sá síðasti klukkan 20.00. Fylgst er með öllu sem gerist í leikjunum og í kringum þá í beinu lýsingunni ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI hér á mbl.is.

Fyrir leiki dagsins er FH með tveggja stiga forskot á Stjörnuna en bæði lið eru enn taplaus í deildinni og meira að segja í Evrópudeildinni líka.

Þór og Fram sitja á botninum, tveimur stigum á eftir Fjölni og Fylki.

Staðan fyrir leikina: FH 28, Stjarnan 26, KR 22, Víkingur R. 22, Keflavík 17, Valur 15, ÍBV 13, Breiðablik 12, Fjölnir 11, Fylkir 11, Þór 9, Fram 9.

Leikir dagsins:

17.00 Stjarnan - ÍBV
17.00 Fjölnir - Þór
19.15 Keflavík - Valur
19.15 Fylkir - FH
19.15 Fram - Víkingur R.
20.00 KR -  Breiðablik

Til að fylgjast með öllu sem gerist í leikjunum og í kringum þá, smellið á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert