Stjarnan á toppinn með sigri á ÍBV

Stjörnumenn fagna marki Garðars Jóhannssonar í kvöld.
Stjörnumenn fagna marki Garðars Jóhannssonar í kvöld.

Stjarnan er komin á topp úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, eftir sigur á ÍBV, 2:0, á Samsungvellinum í Garðabæ í dag.

Ólafur Karl Finsen kom Stjörnunni yfir á 28. mínútu og Garðar Jóhannsson, sem kom inná sem varamaður, innsiglaði sigurinn í blálokin.

Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, fékk rauða spjaldið skömmu fyrir leikslok en Eyjamönnum tókst ekki að nýta liðsmuninn.

Stjarnan er komin með 29 stig í efsta sætinu og er ósigruð sem fyrr, eins og FH sem er með 28 stig og mætir Fylki í Árbænum í kvöld. ÍBV sígur niður í áttunda sætið með 13 stig en liðið hafði unnið þrjá leiki í röð.

Fylgjast má með öllum fréttum og því sem gerist í íslenska fótboltanum í dag með því að smella á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Stjarnan 2:0 ÍBV opna loka
90. mín. Víðir Þorvarðarson (ÍBV) á skot sem er varið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert