Íslenski boltinn í beinni - þriðjudagur

Úr leik Stjörnunnar og ÍBV í kvöld. Marta Carissimi, hin …
Úr leik Stjörnunnar og ÍBV í kvöld. Marta Carissimi, hin ítalska hefur knöttinn. mbl.is/Eggert

Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Tveir leikir af fimm hefjast kl. 18.00 en það er leikur Stjörnunnar og ÍBV í Garðabænum og leikur Þórs/KA gegn Selfossi á Akureyri. Hinir fjórir leikirnir hefjast allir kl. 19.15. Fylgst er með öllu sem ger­ist í leikj­un­um og í kring­um þá í beinu lýs­ing­unni ÍSLENSKI BOLT­INN Í BEINNI hér á mbl.is.

Stjarnan hefur sjö stiga forskot í deildinni og vann mikilvægan sigur í síðustu umferð gegn Breiðabliki. Þær stefna ótrauðar á að halda sigurgöngu sinni áfram. Stærsti leikur umferðarinnar er líklega leikur Breiðabliks og Fylkis í Kópavogi. Þar berjast liðin sem sitja í 2. og 3. sæti deildarinnar. Fylkiskonur hafa 20 stig, stigi meira en Breiðablik. 

FH, í 7. sæti mætir botnliði ÍA á Akranesi og getur fjarlægst Aftureldingu í botnbaráttunni en Mosfellsbæjarkonur sitja í 9. sætinu og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Val í Mosfellsbænum.

Leikir kvöldsins:

18.00 Stjarnan - ÍBV
18.00 Þór/KA - Selfoss
19.15 Breiðablik - Fylkir
19.15 ÍA - FH
19.15 Afturelding - Valur

Til að fylgj­ast með öllu sem ger­ist í leikj­un­um og í kring­um þá, smellið á ÍSLENSKI BOLT­INN Í BEINNI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert