Ísland mætir Belgíu í nóvember

Íslenska liðið mætir Belgum í nóvember.
Íslenska liðið mætir Belgum í nóvember. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Belgum í vináttulandsleik í Brussel miðvikudaginn 12. nóvember.

Þetta verður í níunda skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast, en Belgar hafa haft betur í öllum leikjunum hingað til. Síðast léku þjóðirnar í undankeppni HM árið 1977 þar sem Belgar höfðu betur, 4:0.

Leikurinn fer fram fjórum dögum fyrir leikinn gegn Tékklandi ytra í undankeppni EM sunnudaginn 16. nóvember.

Belgar eru í fimmta sæti á heimslistanum og komust í átta liða úrslit á heimsmeistaramótinu í Brasilíu, en töpuðu fyrir silfurliði Argentínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert