Slæmt tap FH í Svíþjóð

Leikmenn Elfsborg fagna en Kassim Doumbia og Jón Ragnar Jónsson …
Leikmenn Elfsborg fagna en Kassim Doumbia og Jón Ragnar Jónsson eru sjálfsagt svekktir. Ljósmynd/Patrik Skoglöw

Elfsborg lagði FH 4:1 í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en leikurinn fór fram í Svíþjóð. Leikurinn spilaðist illa fyrir FH-inga sem fengu á sig tvær vítaspyrnur í leiknum. Ljóst er að róðurinn verður erfiður fyrir FH heima en þeir sýndu þó í fyrri hálfleik að þeir ættu í fullu té við Svíana.

FH-ingar spiluðu vel í fyrri hálfleik og réðu algjörlega við allar sóknaraðgerðir Elfsborgar sem hélt boltanum meira. FH-liðið lagði leikinn upp á varnarsinnaðan hátt líkt og vaninn er í útileikjum í Evrópukeppni en þó átti FH-liðið hættulegustu færi fyrri hálfleiksins.

Emil Pálsson skaut í þverslá á 41. mínútu og skömmu síðar var Skotinn Steven Lennon ekki fjarri því að pota tánni í boltann en varnarmenn Elfsborgar björguðu á síðustu stundu.

Liðsmenn Elfsborgar komu sterkir út í síðari hálfleik og sýndu strax betri sóknarleik. Þeir keyrðu á bakverði FH-inga, þá Jonathan Hendrickx og Jón Ragnar Jónsson. Á 55. mínútu sendi kantmaður þeirra, Mikkel Beckman hættulegan bolta fyrir mark FH. Dómari leiksins taldi sig hafa séð Jón Jónsson toga í Marcus Rohdén og dæmdi víti. Á vítapunktinn steig miðvörður Svíana, Sebastian Holmen og skoraði af öryggi.

FH-ingar gáfust ekki upp. Þeir sáu veikleikamerki á vörn Svíanna í fyrri hálfeik. Steven Lennon slapp einn í gegnum vörn Elfsborgar á 62. mínútu og afgreiddi færið snyrtilega með skoti á nærstöng.

FH-ingar fengu hins vegar á sig afar dýrt mark úr hornspyrnu á 70. mínútu þegar varamaðurinn Per Frick skoraði með skalla einungis tveimur mínútum eftir að hann kom inn á. Svíarnir voru ekki hættir og Marcus Rohdén skoraði þriðja mark þeirra með föstu skoti úr vítateig FH-inga sem gekk erfiðlega að koma boltanum út úr teignum.

Svíarnir gulltrygðu sigurinn með með sinni annari vítaspyrnu í leiknum. Jonathan Hendrickx braut klaufalega á Per Frick eftir góðan sprett hins síðarnefnda. Um er að ræða aðra vítaspyrnu sem Hendrickx fær dæmda á sig með FH í Evrópukeppinni í þremur leikjum. Úr spyrnunni skoraði Simon Hedlund örugglega úr vítaspyrnunni. Niðurstaðan, afar svekkjandi 4:1 tap FH.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Hægt er að fylgj­ast með ÍSLENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI til að sjá ým­is­legt tengt leikn­um sem og leik Stjörnunnar í sömu keppni og bikarleik ÍBV og KR, auk frétta af fé­laga­skipt­um á þess­um síðasta degi fé­laga­skipta­glugg­ans.

Elfsborg 4:1 FH opna loka
90. mín. Anders Svensson (Elfsborg) fær gult spjald +2. Fyrir brot.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert