Fremsti maður verður aftarlega

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar. Ómar Óskarsson

Rúnar Páll Sigmundsson, segir í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins að fremsti leikmaður Stjörnunnar muni nánast spila sem miðjumaður. Varnarleikurinn sem Rúnar ætlar að láta sitt lið spila verður stífur.

Inter Mílanó er skipað frábærum leikmönnum og saga félagsins er glæsileg. Inter er risafélag og þó félagið sé í smá-erfiðleikum núna þá eru gæði leikmanna liðsins mikil. Þetta er sannkölluð barátta Davíðs við Golíat. Það er því eðlilegt að spyrja: Hvernig ætlar Rúnar að leggja leikinn upp? „Þetta snýst um agaðan varnarleik og að liggja aftarlega. Loka svæðum, færa liðið og standast fyrirgjafirnar þegar þær koma. Við erum að fara að spila mikinn varnarleik, miklu meiri en nokkurn tímann. Ætli fremsti maður verði ekki eins og venjulegur miðjumaður. Þetta verður ekkert auðvelt því það er oft erfiðast að vinna boltann og breyta úr vörn í sókn og gera það snöggt. Það er vinna og orka sem fer í slíkan varnarleik.

En við erum með Ingvar í markinu og hann er búinn að standa sig ótrúlega vel og það kæmi mér mjög á óvart ef hann verður ekki í íslenska landsliðinu miðað við hvernig hann er búinn að standa sig. Landsliðþjálfararnir hljóta að taka eftir honum, annað kæmi mér mjög á óvart.

Nú er ég búinn að horfa svolítið á Inter og það er allt hægt, ég trúi því. Inter er geðveikt lið og það er hálfgert rugl að mæta þeim. En við eigum séns. Það er alltaf séns.

Það var svolítið gaman að sjá Manchester United á móti Inter því þeir lágu svolítið aftarlega og það var enginn möguleiki fyrir Inter að komast í neinar holur eins og það heitir. Ég vil meina að þar sé möguleiki fyrir okkur. Að fá þá til að beita löngum sendingum. Ég er alveg bjartsýnn að við getum náð í úrslit og horfi til Rosenborgar í þeim efnum því 1996 slógu þeir AC Milan út úr Meistaradeildinni mjög óvænt á einmitt San Siro. Óvæntir hlutir geta gerst og ef maður hefur trú þá er ýmislegt hægt að gera.“

Lesa má viðtalið við Rúnar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Rúnar Páll Sigmundsson og félagar fagna eftir að hafa slegið …
Rúnar Páll Sigmundsson og félagar fagna eftir að hafa slegið Lech Poznan út. Ljósmynd/Adam Jastrzebowsk
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert