Harpa: Búumst við að geta unnið

„Ég held að það henti okkur ágætlega að mæta Dönum á þessum tímapunkti í ljósi þess að það er stutt síðan við spiluðum við danska liðið síðast. Þannig við vitum vel hvernig Danir leggja leikinn upp á móti okkur,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu fyrir æfingu Íslands á Laugardalsvelli í gær við mbl.is.

Ísland mætir Danmörku í undankeppni heimsmeistaramótsins annað kvöld á Laugardalsvelli. „Við gerðum 1:1-jafntefli í útileiknum í leik þar sem sigurinn hefði getað dottið hvorum megin sem var. En nú erum við á heimavelli og Danir hafa ekki heimsótt okkur hingað. Þannig við búumst að sjálfsögðu við því að geta unnið þennan leik,“ sagði Harpa meðal annars.

Viðtalið við Hörpu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert