Sara: Óheppnar að vinna ekki síðast

„Ég held að það henti okkur bara ágætlega að spila við Dani. Það hentaði okkur allavega vel í útileiknum og við spiluðum þann leik mjög vel. Við vorum eiginlega bara óheppnar að fá ekki þrjú stig út úr þeim leik. Vonandi mun okkur ganga vel líka í þessum leik sem er framundan,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem mætir Danmörku í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli annað kvöld.

„Það er allt undir hjá okkur núna. Við hefðum þurft að ná í þrjú stig í síðasta leik en fengum eitt stig og erum bara ánægðar með það. En við þurfum að taka þrjú stig úr þessum leik gegn Danmörku,“ sagði Sara Björk meðal annars í viðtali við mbl.is fyrir landsliðsæfingu í gær.

Viðtalið við Söru Björk má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert