Dagný: Erfitt að vinna ef maður skorar ekki

„Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik sem við hefðum nýtt betur á góðum degi, en gerðum það ekki og fengum svo mark í bakið í seinni hálfleik,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir leikmaður Íslands eftir 1:0-tapið gegn Danmörku í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld.

Draumur Íslands um að komast á HM er þar með úti.

„Auðvitað er þetta svekkjandi en það er ekkert við því að gera núna. Nú bíðum við bara eftir EM og reynum að koma okkur þangað,“ sagði Dagný. Nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert