Veigar Páll fékk gæsahúð

Byrjunarlið Stjörnunnar gegn Inter. Veigar Páll var fyrirliði Stjörnunanr í …
Byrjunarlið Stjörnunnar gegn Inter. Veigar Páll var fyrirliði Stjörnunanr í kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Veigar Páll Gunnarsson, kunnasti leikmaður Stjörnunnar,  sagði við fjölmiðlamenn á Laugardalsvelli í kvödl að erfitt væri að lenda 1:0 undir á móti liði eins og Inter Mílanó. 

„Það er náttúrlega erfitt að lenda 1:0 undir á móti svona liði. Við erum að spila á móti Inter Mílanó og við erum bara Stjarnan. Miðað við gæðamuninn á liðunum þá stóðum við okkur bara vel stóran hluta leiksins. Þeir höfðu smá heppni með sér í fyrsta markinu og annað markið í upphafi seinni hálfleiks var hálfgert rothögg,“ sagði Veigar Páll og hann sagðist hafa verið með gæsahúð á vellinum vegna þess mikla stuðnings sem Garðbæingar fengu en uppselt var á leikinn, rúmlega 9.800 miðar. 

„Það var magnað að spila í kvöld. Ég þakka fyrir þennan þvílíka stuðning. Ég var með gæsahúð lengi vel í leiknum.“

Silfurskeiðin, stuðningsmannakjarni Stjörnunnar var í miklu stuði í kvöld.
Silfurskeiðin, stuðningsmannakjarni Stjörnunnar var í miklu stuði í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert