Flugi til Kanada aflýst

Harpa Þorsteinsdóttir með Mariann Knudsen í sér í leiknum í …
Harpa Þorsteinsdóttir með Mariann Knudsen í sér í leiknum í gærkvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ég var búinn að fara yfir alla útreikninga, tvisvar. Reyna að anda með nefinu og hugsa með mér hvort það væri í alvörunni mögulegt að Ísland kæmist í fyrsta sinn á HM kvenna í knattspyrnu. Svarið var já. Ég sá alveg fyrir mér möguleikann á því að snemma næsta sumar færu fulltrúar þjóðarinnar upp í flugvél, yfir Atlantshafið og til Kanada þar sem heimsmeistaramótið fer einmitt fram.

Sú flugferð verður hins vegar aldrei farin, og það þurfti enga Bárðarbungu til. Draumurinn um HM hvarf með hverju dauðafærinu sem fór forgörðum þegar Ísland mætti Danmörku á Laugardalsvelli, í fyrsta sinn, og mátti sætta sig við 1:0-tap í hreint fáránlegum leik.

Sjá umfjöllun um landsleikinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert