„Hrikalega feginn að vera kominn aftur“

Andri Ólafsson átti frábæran leik í vörn ÍBV gegn Fylki …
Andri Ólafsson átti frábæran leik í vörn ÍBV gegn Fylki í Víkinni á mánudaginn. mbl.is/Eggert

„Þetta var flottur sigur hjá okkur. Við spiluðum ekkert sérstaklega skemmtilegan fótbolta, lágum bara til baka og beittum skyndisóknum eins og við höfum gert að undanförnu. Það virkar fyrir okkur núna,“ sagði Andri Ólafsson, sem átti skínandi leik í hjarta varnarinnar hjá ÍBV þegar liðið vann Víking R. í 16. umferð Pepsi-deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Morgunblaðsins.

Andri lék við hlið Englendingsins og Eyjamannsins Matt Garner, en ÍBV missti nýverið Eið Aron Sigurbjörnsson til Noregs og Brynjar Gauti Guðjónsson tók út leikbann. Eiður og Brynjar hafa myndað miðvarðapar ÍBV síðustu misseri.

„Við Matt erum svo sem búnir að spila saman í einhver 10 ár, kannski ekki oft sem miðverðir en það var bara ekki annað í stöðunni en að spila okkur saman. Það gekk ágætlega í þessum leik enda vorum við með lágmark 10 manns á bak við boltann. Þá er ekkert svo flókið að vera miðvörður. Þetta var ekkert ósvipað leiknum hjá Stjörnunni og Inter, nema hvað færin okkar voru aðeins hættulegri en hjá Stjörnunni,“ sagði Andri léttur, en hann býst ekki við því að Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari notist við sama miðvarðapar gegn Þór á sunnudaginn.

Sjá ítarlegt viðtal við leikmann 16. umferðar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem einnig er að finna úrvalslið umferðarinnar og stöðu mála í M-gjöfinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert