Helgi Valur á leið til Danmerkur

Helgi Valur Daníelsson í landsleik gegn Portúgal.
Helgi Valur Daníelsson í landsleik gegn Portúgal. mbl.is/Kristinn

Helgi Valur Daníelsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er á leið til Danmerkur eftir að hafa leikið með Belenenses í Portúgal á síðasta tímabili.

Á Twitter-síðu Belenenses er Helga þakkað fyrir framlag sitt til félagsins og óskað velfarnaðar í nýjum verkefnum í Danmörku. Ekki er tekið fram hvaða félag þar er um að ræða, en samkvæmd visi.is hefur Helgi þegar samið við AGF, sem féll úr dönsku úrvalsdeildinni í vor.

Helgi er 33 ára gamall og spilaði í Svíþjóð áður en hann fór til Portúgals. Þá hefur hann einnig reynt fyrir sér á Englandi og í Þýskalandi, en er uppalinn hjá Fylki hér heima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert