Ætti að lægja í tæka tíð

Allt útlit er fyrir að veður setji ekki verulegt strik …
Allt útlit er fyrir að veður setji ekki verulegt strik í reikninginn þegar 19. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fer fram á morgun. AFP

Veðurstofan hefur varað við miklu roki á landinu á morgun, þar sem vindur getur mælst 15-25 metrar á sekúndu auk þess sem búist er við mikilli rigningu.

Veðurspárnar eins og þær litu út í gær gerðu þó ráð fyrir að mesti vindurinn verði fyrri part dags og því ætti allt að sleppa til þegar flautað verður til leiks í Pepsi-deild karla klukkan 17 annað kvöld, þó svo að það verði líklega hvasst engu að síður. Heil umferð er á dagskrá annað kvöld í Pepsi-deild karla, fyrsti leikurinn hefst klukkan 17.00 en hinir klukkan 18.00.

Þar sem leikmenn sem valdir hafa verið í landslið þurfa að vera lausir til þeirra verkefna strax á mánudag, er ljóst að ekki er hægt að færa neina leiki á morgun vegna veðurs fram á mánudag. Það verður því líklega allt reynt til að spila leikina í Pepsi-deild karla á morgun, og eins og veðurspár milli 17 og 20 gera ráð fyrir, ætti það líka að takast.

Veðrið gæti hins vegar sett strik í reikninginn í leikjum í yngri flokkum sem settir eru á upp úr hádegi á morgun en þá verður líklega enn talsvert rok.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert