Ellefta jafntefli Blika í sumar

Arnór Sveinn Aðalsteinsson og félagar í Breiðabliki hafa gert 11 …
Arnór Sveinn Aðalsteinsson og félagar í Breiðabliki hafa gert 11 jafntefli í sumar, nú gegn Fylki. mbl.is/Ómar

Breiðablik og Fylkir gerðu 2:2-jafntefli í 18. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Þetta var ellefta jafntefli Blika í sumar en þeir eru áfram fjórum stigum frá fallsæti með 20 stig. Fylkir er með 22 stig og missti af tækifæri til að komast bakdyramegin í baráttu um Evrópusæti.

Gunnar Örn Jónsson skoraði eina markið í frekar tíðindalitlum fyrri hálfleik. Það gerði hann með góðum skalla eftir fyrirgjöf Ragnars Braga Sveinssonar. Seinni hálfleikurinn var hins vegar afskaplega fjörugur. Elvar Páll Sigurðsson jafnaði metin snemma í honum eftir að Bjarni Þórður hafði gert mjög vel í að verja skalla Árna Vilhjálmssonar.

Blikar komust svo yfir í leiknum, 2:1, á 79. mínútu þegar Ellert Hreinsson skoraði af stuttu færi eftir langskot Elfars Freys Helgasonar sem Bjarni náði ekki að halda. Strax í næstu sókn jöfnuðu Fylkismenn metin með þrumuskoti Kjartans Ágústs Breiðdal, þrátt fyrir að vera manni færri þar sem Oddur Ingi Guðmundsson var utan vallar vegna meiðsla.

Liðin reyndu bæði að setja sigurmark á lokamínútunum en það kom ekki og jafntefli því niðurstaðan.

Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins í ÍSLENSKI BOLT­INN Í BEINNI hér á mbl.is

Breiðablik 2:2 Fylkir opna loka
90. mín. Hendi? Fylkismenn eru brjálaðir yfir að fá ekki vítaspyrnu þegar boltinn fór í Elfar Frey eftir fyrirgjöf frá vinstri. Ómögulegt að sjá hvort boltinn fór í hönd hans.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert