Kjartan Henry fer í læknisskoðun í dag

KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason er á leið til Horsens í …
KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason er á leið til Horsens í Danmörku. mbl.is/Eggert

Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, spilaði að öllum líkindum sinn síðasta leik með uppeldisfélaginu að sinni í 3:2-tapinu gegn Stjörnunni í gærkvöldi. Hann er á leið til Danmerkur og er við það að ganga í raðir Horsens, sem leikur í B-deildinni þar í landi.

Kjartan Henry fer utan í dag og mun gangast undir læknisskoðun, en búið er að ganga frá lausum endum og læknisskoðunin það eina sem stendur í vegi fyrir því að hann skrifi undir samning við félagið.

Þetta fékkst staðfest hjá Jónasi Kristinssyni, framkvæmdastjóra KR, í samtali við Morgunblaðið að leik loknum í gærkvöldi, en Kjartan Henry neitaði viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn.

Kjartan Henry hefur skorað fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar og tryggði KR meðal annars sigur í úrslitaleik bikarsins. Horsens er í áttunda sæti af tólf liðum í B-deildinni með sjö stig eftir sex leiki og vann 2:0-sigur á liði HB Köge í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert