Stjarnan berst fyrir titlinum

Pablo Punyed, Veigar Páll Gunnarsson og Rolf Toft fagna marki …
Pablo Punyed, Veigar Páll Gunnarsson og Rolf Toft fagna marki Veigars í gær. mbl.is/Golli

Sterkur 3:2-útisigur Stjörnunnar á KR í gærkvöld setur baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn þetta árið upp í einvígi milli FH sem er á toppnum með 41 stig eftir 17 leiki og Stjörnunnar sem hefur 39 stig eftir jafnmarga leiki, meðan KR-ingar sitja eftir í 3. sætinu með 32 stig og geta nánast gleymt því að verja titilinn sem liðið vann í fyrra.

Stjörnumenn lentu á Keflavíkurflugvelli klukkan fimm í fyrrakvöld eftir að skemmtilegu Evrópuævintýri þeirra lauk í Mílanó á fimmtudag. Einhverjir gætu hafa haldið að spennufallið eftir þá för yrði of mikið og leikurinn gegn KR yrði erfiður, því að auki voru Danirnir Niclas Vemmelund og Martin Rauschenberg í leikbanni og Jóhann Laxdal meiddur.

Unnið vel úr hópnum

Stjarnan þurfti því að gera tilfæringar í vörninni. Hörður Árnason sem hefur leikið sem vinstri bakvörður í allt sumar lék með Daníel Laxdal í miðri vörninni, miðjumaðurinn Heiðar Ægisson lék sem hægri bakvörður og miðjumaðurinn Pablo Punyed sem vinstri bakvörður. Pablo og Heiðar leystu báðir sín hlutverk vel og Pablo átti líka tvær stoðsendingar í leiknum.

Nánari umfjöllun má finna í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert