Þvílík byrjun

Kolbeinn Sigþórsson og Onur Kivrak, markvörður Tyrkja, eftir að annað …
Kolbeinn Sigþórsson og Onur Kivrak, markvörður Tyrkja, eftir að annað mark íslenska landsliðsins var staðreynd. Kristinn Ingvarsson

Þvílík byrjun. Hafi einhverjir efast um að íslenska landsliðið ætti virkilega möguleika á að blanda sér í baráttuna um sæti í lokakeppni EM 2016 þá eru þær vangaveltur foknar út í veður og vind eftir magnaða frammistöðu og glæsilegan sigur á Tyrkjum, 3:0, á Laugardalsvellinum í gærkvöld.

Mörk frá Jóni Daða Böðvarssyni, Gylfa Þór Sigurðssyni og Kolbeini Sigþórssyni, og sannfærandi spilamennska hjá liði sem geislaði af sjálfstrausti og einbeitingu frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu setja þennan leik í hóp þeirra bestu sem íslenskt landslið hefur spilað. Og þá er ég að tala um heildarframmistöðuna frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu.

Það var einfaldlega ekki hægt að byrja keppnina betur. Þriggja marka sigur á liði sem gæti verið skæðasti keppinauturinn um að komast áfram úr riðlinum.

Strákarnir voru tilbúnir í verkefnið, það fór ekki á milli mála, og þeir spiluðu af sama kraftinum, ákveðninni og yfirveguninni nánast allar 90 mínúturnar. Að sjálfsögðu komu augnablik inni á milli þar sem litlu munaði að Tyrkirnir kæmust inn í leikinn, en eftir að þeir misstu Ömer Topak af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik voru þeir með bakið uppi við vegg.

Ýtarlega er fjallað um leik Íslands og Tyrklands í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert