Valur náði ekki að pressa á Evrópusætið

Bjarni Ólafur Eiríksson, Val umkringdur Víkingum.
Bjarni Ólafur Eiríksson, Val umkringdur Víkingum. mbl.is/Kristinn

Víkingur og Valur skiptu með sér stigunum í 19. umferð Pepsi-deildarinnar þegar þau mættust í Víkinni í kvöld. Niðurstaðan var 1:1 jafntefli og Víkingar halda því fimm stiga forskoti sínu í baráttunni um Evrópusætið.

Valsmenn pressuðu stíft í upphafi leiks en það voru hins vegar Víkingar sem skoruðu fyrsta markið í sinni fyrstu sókn í leiknum á 8. mínútu, þegar Pape Mamadou Faye skoraði eftir mikinn sprett Michales Abnett. Valsmenn héldu áfram að pressa og það bar ávöxt á 27. mínútu þegar fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson skoraði með skalla.

Leikurinn jafnaðist eftir það, en Víkingurinn Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks eftir að hafa verið ítrekað sparkaður niður af Valsmönnum, sem fengu alls þrjú gul spjöld fyrir að brjóta á honum. 1:1 í hálfleik og bárust þær fréttir að Aron hefði verið fluttur á slysadeild í nánari skoðun.

Fátt markvert gerðist framan af síðari hálfleiknum. Baráttan var enn í fyrirrúmi og lítið var um færi. Valsmenn pressuðu stíft undir lokin en náðu ekki að lauma inn marki, lokatölur 1:1 og þeir náðu því ekki að setja frekari pressu á Víkinga í baráttunni um Evrópusætið.

Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu hér á mbl.is, en nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun. Viðtöl birtast hér á vefnum síðar í kvöld.

Víkingur R. 1:1 Valur opna loka
90. mín. Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) á skot framhjá +1. Rétt framhjá í fínu færi!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert