Aron Elís ásakar ekki Valsmenn

Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli eftir þetta brot …
Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli eftir þetta brot Iain Williamson. mbl.is/Kristinn

„Staðan er óljós þar sem bólgan er töluverð í þessu en það lítur út fyrir að ég sé óbrotinn og að hásinin sé ekki slitin. Það eru alla vega góðar fréttir. Ég finn til fætinum og ég held að það sé alveg ljóst að ég spila ekki á fimmtudaginn,“ sagði Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, við Morgunblaðið í gærkvöld en hann var fluttur á slysadeild eftir að hafa verið borinn af velli í leik Víkings og Vals í Pepsi-deildinni í gærkvöld.

Víkingar voru mjög óhressir út í Valsmenn og vildu meina að þeir hefðu ætlað að meiða Aron og koma honum af leikvelli. „Það eru stórar ásakanir að segja að menn séu að reyna að meiða leikmann. Þegar ég fékk boltann var oftast brotið á mér en ég ætla ekki saka Valsmenn um að hafa reynt að meiða mig. Það var hins vegar leiðinlegt að þetta skyldi enda svona,“ sagði Aron Elís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert