Hlynur Atli axlarbrotinn

Hlynur Atli Magnússon reynir að stöðva Björgólf Takefusa í leik …
Hlynur Atli Magnússon reynir að stöðva Björgólf Takefusa í leik gegn Fram í vor. mbl.is/Golli

Hlynur Atli Magnússon miðvörður Þórs hefur ekkert spilað með liðinu eftir að hann fór meiddur af velli gegn ÍBV á Hásteinsvelli 24. ágúst. Nú er orðið ljóst að hann spilar ekki meira fyrir liðið á tímabilinu vegna meiðslanna.

Talið var að Hlynur Atli hefði aðeins farið úr axlarlið og var honum kippt aftur í liðinn, en síðar kom í ljós að bein hefði brotnað.

Hlynur Atli mun því ekki spila með Þór í Pepsi-deildinni í bráð en liðið féll endanlega niður í 1. deild í gær. Hann var fastamaður í liðinu og lék alla 17 deildarleikina fram að meiðslunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert