Svört staða í Safamýri

Guðmundur Böðvar Guðjónsson og Bergsveinn Ólafsson reyna að loka á …
Guðmundur Böðvar Guðjónsson og Bergsveinn Ólafsson reyna að loka á Hauk Baldvinsson. mbl.is/Golli

Ef ég væri stuðningsmaður Fram, með áralanga reynslu af ótrúlegum björgunarafrekum í fallbaráttu úrvalsdeildarinnar, hefði ég eflaust enn trú á því að þeir bláklæddu gætu haldið sér í deildinni. En eftir að hafa horft á þá tapa, einstaklega verðskuldað, fyrir Fjölni á Laugardalsvellinum í gærkvöld, 1:3, og eiga svo fyrir höndum útileiki gegn tveimur efstu liðunum, FH og Stjörnunni, sé ég ekki í fljótu bragði að Safamýrarliðið eigi mikla von um að leika áfram í deild þeirra bestu á næsta ári.

Vissulega er Fram bara stigi á eftir Keflavík og Fjölni. Og allt getur gerst í fótbolta. Auðvitað gætu Framarar haft hamskipti og gert FH eða Stjörnunni skráveifu. En annars þurfa þeir að leggja nánast allt sitt traust á Fylki. Treysta því að Árbæingarnir vinni Keflavík og Fjölni, sem fái heldur ekkert útúr leikjum sínum við ÍBV og Stjörnuna, og vonast svo eftir því að sigra sjálfir Fylkismenn í lokaumferðinni á Laugardalsvellinum.

Til þess að þetta gangi eftir verða Framarar að bjóða upp á eitthvað allt annað en þeir gerðu gegn Fjölni í gærkvöld. 

Sjá umfjöllunina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert