Íslenski boltinn í beinni - laugardagur

Vigfús Arnar Jósefsson skallar boltann í kveðjuleik sínum fyrir Leikni …
Vigfús Arnar Jósefsson skallar boltann í kveðjuleik sínum fyrir Leikni í dag. mbl.is/Eva Björk

Í dag kl. 14 fer fram lokaumferðin í 1. og 2. deild karla í knattspyrnu. Á meðal þess sem ræðst er hvort Leiknir R. eða ÍA vinnur 1. deildina, og hvaða lið falla í æsispennandi fallbaráttu 2. deildar.

Mbl.is fylgist með gangi mála í leikjunum í ÍSLENSKA BOLTANUM Í BEINNI og skoðar hvernig staða liðanna breytist eftir því sem á líður. Stöðuna í deildunum má sjá hér að neðan.

KV og Tindastóll eru þegar fallin niður úr 1. deild, og Leiknir og ÍA eru örugg um að fara upp í úrvalsdeildina. Í 2. deild geta fimm lið fallið. Ægir er í 8. sæti með 23 stig. Afturelding, Njarðvík og Reynir eru með 21 stig, og Völsungur 19 í neðsta sætinu.

Leikir dagsins:

1. deild:
Haukar - Víkingur Ó.
KV - Þróttur R.
BÍ/Bolungarvík - HK
Leiknir R. - Tindastóll
Grindavík - Selfoss
KA - ÍA

2. deild:
Afturelding - Ægir
ÍR - Dalvík/Reynir
Reynir S. - Fjarðabyggð
Sindri - Völsungur
Huginn - Njarðvík
KF - Grótta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert