FH með þriggja stiga forskot

FH og Fram mætast í dag.
FH og Fram mætast í dag.

FH-ingar eru komnir með þriggja stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir 4:2 sigur á Frömurum í roki og rigningu á Kaplakrikavelli í dag.

FH-ingar hófu leikinn með látum en staðan eftir stundarfjórðung var orðin 2:0, með mörkum frá Atla Guðnasyni og Emil Pálssyni. FH-ingar höfðu öll völdin á vellinum í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 2:0.

Framarar bitu frá sér í seinni hálfleik. Orri Gunnnarsson minnkaði muninn eftir stórkostlega sókn Framara en þremur mínútum síðar kom Sam Hewson FH-ingum í tveggja marka forystu á ný. Framarar neituðu að gefast upp og Aron Bjarnason minnkaði muninn í 3:2, en markavélin Atli Viðar Björnsson, sem kom inná sem varamaður, innsiglaði sigur heimamanna þegar hann skoraði fjórða markið.

Fylgst er með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla hér á mbl.is í ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

FH 4:2 Fram opna loka
90. mín. Leik lokið +4. FH er komið með þriggja stiga forskot í toppsætinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert