Valsmenn halda í vonina

Valur og Þór mætast í dag.
Valur og Þór mætast í dag. mbl.is/Skapti

Valur vann góðan sigur á Þór 2:0 og heldur í vonina um Evrópusæti. Nú munar aðeins tveimur stigum á Val og Víkingi og sex stig í pottinum.

Magnús Már Lúðvíksson skoraði fyrsta mark leiksins á 73. mínútu en Magnús lék fremstur á miðjunni í dag. Magnús hefur verið góður í vörn Vals í sumar en er gamall framherji og sýndi í dag að hann hefur engu gleymt. Hann var út um allan völl og var maður þessa leiks.

Daninn Patrick Pedersen bætti öðru marki við á 81. mínútu eftir sendingu Hauks Páls.

Leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður, það var kalt, blautt og vindurinn blés duglega. Það var því enginn sambabolti spilaður á Vodafone-vellinum í dag og skemmtunin ekki mjög mikil fyrir áhorfendur sem voru sárafáir. Ekki fleiri en 200.

Valsmenn eiga tvo leiki eftir eins og Víkingur og eru tveimur stigum á eftir. Það er því enn alveg góður séns á Evrópubolta að ári á Hlíðarenda.

Beina textalýsingu frá leiknum hér á mbl.is má sjá hér fyrir neðan.

Fylgst er með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla hér á mbl.is í ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Valur 2:0 Þór opna loka
90. mín. Haukur Páll Sigurðsson (Valur) á skot framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert