Íslenski boltinn í beinni - Stjarnan Íslandsmeistari?

Stjörnukonur fagna marki Hörpu Þorsteinsdóttur gegn Aftureldingu í kvöld.
Stjörnukonur fagna marki Hörpu Þorsteinsdóttur gegn Aftureldingu í kvöld. mbl.is/Golli

Í dag fer fram næstsíðasta umferðin í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu kl. 17.15. Stjarnan getur orðið Íslandsmeistari annað árið í röð og dugar til þess jafntefli gegn Aftureldingu í Garðabænum í dag.

Fylgst er með gangi mála í öllum leikjum umferðarinnar í ÍSLENSKA BOLTANUM Í BEINNI.

Fyrir leikina í dag er mikil spenna í fallbaráttu Pepsi-deildarinnar þar sem FH og Afturelding reyna að forðast það að fylgja ÍA niður í 1. deild.

Staðan: Stjarnan 43, Breiðablik 37, Fylkir 29, Þór/KA 27, Selfoss 26, ÍBV 24, Valur 22, FH 12, Afturelding 10, ÍA 1.

Leikir dagsins:
Valur - ÍBV
Stjarnan - Afturelding
FH - Selfoss
Fylkir - Þór/KA
Breiðablik - ÍA

Lokaumferðin 27. sept.:
ÍBV - Breiðablik
Þór/KA - FH
ÍA - Stjarnan
Afturelding - Fylkir
Selfoss - Valur

Mbl.is fylgist að vanda með öllu sem gerist í leikjum dagsins og birtir ýmsan fróðleik og athugasemdir tengdar leikjunum í ÍSLENSKA BOLTANUM Í BEINNI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert