Þrír mánuðir án sigurs

Sindri Snær Magnússon og Gary Martin
Sindri Snær Magnússon og Gary Martin Ljósmynd/Víkurfréttir

Þeir voru ekki öfundsverðir leikmenn Keflavíkur og Fylkis í Pepsi-deild karla að fá það hlutskipti að spila í veðrinu sem boðið var upp á í Keflavík í gær. Leikurinn var ekki upp á marga fiska og bar þess verulega merki að vel blés.

Fylkismenn hrósuðu sigri, 1:0 með marki frá Andrew Sousa í fyrri hálfleik en með sigrinum lokuðu Árbæingar endanlega á þann möguleika að falla úr deild þeirra bestu í ár.

Leik Fjölnis og Stjörnunnar var frestað í Grafarvoginum í gær en að mati blaðamanns hefði ekki verið slæm ákvörðun að fresta leiknum í Keflavík í gær einnig.

„Það gerist sjaldan að góður fótbolti er spilaður í svona veðri. Það komu tvær, þrjár sendingar í röð sem gengu upp, en ekki mikið meira en það,“ sagði Sindri Snær Magnússon, miðjumaður Keflavíkur, eftir leikinn í gær, dapur í bragði, enda Keflavík í bullandi fallbaráttu.

Nánar er fjallað um viðureign Keflavíkur og Fylkis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og aðra leiki 20. umferðar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert