Kaplakriki tekur við 6.000 manns á úrslitaleikinn

Hvíta svæðið í stúkunni er ætlað FH-ingum en það bláa …
Hvíta svæðið í stúkunni er ætlað FH-ingum en það bláa er ætlað Stjörnumönnum. fh.is

FH-ingar hafa gefið út með hvaða hætti miðasölu verði háttað fyrir úrslitaleik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu á laugardaginn. Engir miðar verða til sölu á laugardaginn.

Miði á leikinn kostar 1.500 krónur en börn 11 ára og yngri fá frítt í stæði í fylgd með fullorðnum. Miða þarf engu að síður að sækja fyrirfram sökum takmarkaðs fjölda miða. Heildarfjöldi miða í boði, í stúku og stæði, er samtals um 6.000.

Meðfylgjandi myndir sýna hvernig stúku og stæðum í Kaplakrika verður skipt á milli stuðningsmanna liðanna sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

Forsala verður með eftirfarandi hætti:

Stjarnan fær úthlutað 1000 miðum til sölu til sinna áhangenda frá og með miðvikudeginum 1. október. Það eru sæti í stúku og stæði merkt blátt og gult.

Bakhjarlar FH fá afhenda sína miða gegn framvísun Bakhjarlakorts og geta að auki keypt allt að 4 auka miða í sæti í hvítu stúkuna en geta keypt fleiri miða í stæði í grænu stúkuna kjósi þeir það. Afhending og sala fer fram frá kl 16:00 – 19:00 þriðjudaginn 30. september og miðvikudaginn 1. október frá kl 09:00 – 13:00 í Kaplakrika.

Skráðir iðkendur hjá FH og fjölskyldur þeirra geta fengið afhenta miða og keypt miða frá klukkan 13:00 – 19:00 miðvikudaginn 1. október.

Skráðir iðkendur fá frían miða í stæði fyrir sig en foreldrar og systkini mega kaupa miða fyrir sig á sama tíma. Í boði verða miðar í sæti í hvítu og grænu stúkuna.

Handhafar KSÍ korta og dómarakorta geta fengið afhenda miða í stæði fimmtudaginn 2. október milli kl. 12:00 og 13:30.

Almenn forsala hefst svo í Kaplakrika fimmtudagsmorguninn 2. október kl. 09:00 og er opin til kl 19:00 fimmtudag og föstudag.

Athuga að engin miðasala fer fram á leikdag og verða allir miðar seldir í forsölu. Heildarfjöldi sæta er 3000 og heildarfjöldi stæða 3000.

FH-ingar verða á græna svæðinu í hinum svokölluðu stæðum, og …
FH-ingar verða á græna svæðinu í hinum svokölluðu stæðum, og Stjörnumenn í gula svæðinu. fh.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert