Þurfti mikla þolinmæði

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson stekkur hæst allra og kemur Íslandi …
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson stekkur hæst allra og kemur Íslandi í 2:0 eftir aukaspyrnu Emils Hallfreðssonar. Fyrsta mark Arons fyrir íslenska landsliðið í hans 46. landsleik. Ljósmynd/Fótbolti.net

„Lettarnir spiluðu alveg eins og við áttum von á. Þeir voru með þrjá miðverði og þá er voðalega lítið svæði fyrir framherjana okkar að sækja í.

Við vissum hvað við ætluðum að gera til að reyna að brjóta á bak aftur varnarmúr Lettanna en stundum gengur ekki allt sem við leggjum upp með. Það þurfti mikla þolinmæði og mér fannst strákarnir ná að skerpa aðeins á leik sínum í seinni hálfleik,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið eftir sigurinn frábæra á Lettum í gærkvöld.

„Vissulega hjálpaði það okkur í leiknum að Lettarnir misstu mann af velli. Leikurinn opnaðist aðeins við það og við leyfðum báðum bakvörðum okkar að fara í sóknarleikinn,“ segir Heimir.

Sjá viðtal við Heimi Hallgrímsson í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert