Hugsaði bara um að skora

Gylfi Þór Sigurðsson er kominn með fjögur mörk í fyrstu …
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn með fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar. Hann skoraði tvö gegn Hollendingum í gærkvöld. Hér faðmar hann Ragnar Sigurðsson eftir sigurinn. mbl.is/Golli

„Ég hugsaði bara um að skora. Það var alls ekki slæmt að komast yfir svo snemma leiks. Við vissum að ef það tækist yrðu Hollendingar pirraðir og það varð raunin,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, þegar hann var spurður hvað hefði runnið í gegnum huga hans á 10. mínútu leiksins þegar hann tók vítaspyrnuna sem kom íslenska liðinu yfir í sigurleiknum gegn Hollendingum. Gylfi Þór bætti síðan um betur á 42. mínútu þegar hann skoraði með bylmingsskoti úr miðjum vítateig Hollendinga eftir hornspyrnu Emils Hallfreðssonar.

„Byrjun okkar í þessari undankeppni er hreinlega frábær, þrír sigurleikir og án þess að hafa fengið mark á okkur. Þetta er draumi líkast. Við hefðum ekki getað byrjað betur,“ sagði Gylfi.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert