Fararsnið á Finni Orra

Finnur Orri Margeirsson
Finnur Orri Margeirsson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Ég get alveg staðfest það að ég hef heyrt í öðrum liðum en Breiðabliki. Ég leyfi þessari viku að líða og þá ætti þetta að skýrast hvað verður,“ sagði Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður og fyrirliði Breiðabliks í Pepsi-deildinni í knattspyrnu.

Finnur hefur verið sterklega orðaður við bæði FH og KR en vildi ekkert gefa upp um það hvert hugur hans stefndi að svo stöddu. FH-ingar eru í leit að miðjumanni til að fylla skarð Hólmars Arnar Rúnarssonar, eins og fram kemur hér til hliðar, og KR þarf sennilega mann í stað Farid Zato.

Finnur Orri er 23 ára gamall og hefur leikið sjö tímabil í meistaraflokki. Hann varð bikarmeistari með Blikum 2009 og Íslandsmeistari 2010.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert