Kolbeinn Kára til nýliða Leiknis

Kolbeinn Kárason á ferðinni í leik gegn Fylki í sumar.
Kolbeinn Kárason á ferðinni í leik gegn Fylki í sumar. mbl.is/Eggert

Framherjinn stæðilegi Kolbeinn Kárason er genginn til liðs við Leikni R. frá Val og skrifaði undir samning til tveggja ára við Breiðholtsfélagið.

Kolbeinn, sem er uppalinn Valsmaður og á að baki fjögur tímabil í efstu deild með liðinu, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í kvöld. Hann kvaðst hafa kosið að rifta samningi sínum við Val og semja við Leikni því honum litist vel á allt í kringum félagið. Þá þekki hann vel til Freys Alexanderssonar þjálfara frá árum hans hjá Val.

Leiknir vann sér sæti í Pepsi-deildinni með því að vinna 1. deildina í sumar. Í dag greindi félagið frá því að það hefði einnig samið við markvörðinn Arnar Frey Ólafsson sem er 21 árs gamall og kemur til liðsins frá Fjölni. Arnar Freyr þekkir vel til hjá Leikni eftir að hafa verið á láni hjá liðinu fyrri hluta ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert