Ísland í 28. sæti á FIFA-listanum - Efst af Norðurlandaþjóðum

Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna marki gegn …
Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna marki gegn Hollandi. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið upp í 28. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun.

Ísland fer upp um sex sæti á listanum frá því í síðasta mánuði og í sögunni hefur Ísland aldrei komist svona ofarlega á listann. Ísland er efst af Norðurlandaþjóðunum sem hefur aldrei gerst áður sem og að vera á meðal 30 efstu þjóðanna.

Sigrarnir á móti Lettum og Hollendingum í undankeppni EM fleyta Íslendingum upp í 28. sætið en þess má geta að fyrir tveimur árum var Ísland í 131. sæti á FIFA-listanum og fyrir neðan Færeyinga. Besta staða Íslands á FIFA-listanum fyrir daginn í dag var 34. sæti en Ísland komst í það sæti í júní 1994.

Innan Evrópu er Ísland nú í 17. sæti af 54 þjóðum.

Engar breytingar eru á þremur efstu sætunum en þar sitja Þýskaland, Argentína og Kólumbía og á eftir koma: Belgía, Holland, Brasilía, Frakkland, Úrúgvæ, Portúgal og Spánn sem er í 10. sætinu.

Ísland er í 28. sæti, Danmörk (32), Svíþjóð (39), Finnland (63), Noregur (68) og Færeyjar (187).

Allur FIFA-listinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert