Hjörtur og Hafsteinn þjálfa Reyni

Hafsteinn Rúnar Helgason og Hjörtur Fjeldsted.
Hafsteinn Rúnar Helgason og Hjörtur Fjeldsted.

Hjörtur Fjeldsted og Hafsteinn Rúnar Helgason hafa verið ráðnir þjálfarar knattspyrnuliðs Reynis úr Sandgerði fyrir næsta tímabil og taka við af Agli Atlasyni sem þjálfaði liðið á nýliðnu tímabili.

Reynismenn féllu úr 2. deildinni í haust eftir ótrúlega tvísýna fallbaráttu þar sem þeir voru einu marki og einu stigi frá því að halda sæti sínu. Hjörtur og Hafsteinn, sem eru báðir fyrrverandi leikmenn liðsins, fá það hlutverk að koma Reyni upp á ný.

Hafsteinn hefur undanfarin ár spilað með BÍ/Bolungarvík og Stjörnunni en áður með Reynismönnum. Hann mun spila með liðinu samhliða þjálfuninni. Hjörtur lék með Reyni frá 2004 til 2011 þegar hann lagði skóna á hilluna en spilaði áður með Keflvíkingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert