Kveður sem sá besti

Kristinn Jakobsson
Kristinn Jakobsson mbl.is/Ómar

Kristinn Jakobsson endar góðan feril sem knattspyrnudómari á toppnum.

Hann var á dögunum valinn besti dómarinn í Pepsi-deild karla af leikmönnum og þegar farið er yfir einkunnagjöf Morgunblaðsins fyrir dómgæsluna í deildinni á liðnu sumri kemur á daginn að Kristinn er þar fremstur í flokki.

Hann dæmdi 18 leiki í deildinni, fleiri en nokkur annar, og er með hæstu meðaleinkunnina. Morgunblaðið gefur dómurum í deildinni einkunnir fyrir alla leiki, frá 1 til 10, og Kristinn var með meðaleinkunnina 7,94 fyrir þessa átján leiki.

Kristinn braut jafnframt blað í einkunnagjöf Morgunblaðsins því hann varð í sumar fyrsti dómarinn til að fá 10 í einkunn fyrir leik. Þá einkunn fékk hann fyrir frammistöðu sína með flautuna í leik Fylkis og Þórs á Fylkisvellinum í 16. umferð deildarinnar í ágúst.

Sjá umfjöllun um dómgæslu sumarsins í Pepsi-deild karla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem sjá má meðaleinkunnir allra dómaranna í deildinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert