Sándor Matus aðstoðarþjálfari Þórs

Sándor Matus.
Sándor Matus. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ungverski markvörðurinn Sándor Matus mun verja mark Þórsara áfram í 1. deildinni á næsta keppnistímabili en hann hefur jafnframt verið ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins. Frá þessu er greint á vef Þórsara en Halldór Jón Sigurðsson var fyrir skömmu ráðinn þjálfari Akureyrarliðsins í stað Páls Viðars Gíslasonar.

Matus er 38 ára gamall og hefur verið á Akureyri í tíu ár og lék með KA þar til á nýliðnu tímabili þegar hann flutti sig yfir til Þórs og spilaði 20 leiki með þeim í Pepsi-deildinni í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert