Ingvar Kale yfirgefur Víkinga

Ingvar Kale grípur boltann í leik gegn FH.
Ingvar Kale grípur boltann í leik gegn FH. mbl.is/Eggert

Ingvar Kale, sem varið hefur mark Víkinga undanfarin ár, hefur ákveðið að yfirgefa félagið eftir að viðræður um nýjan samning fóru út um þúfur.

Ingvar tilkynnti þetta á facebooksíðu sinni í dag en ekki er ljóst hvað tekur við hjá honum.

Ingvar stóð í marki Víkinga þegar þeir unnu sér sæti í Pepsídeildinni árið 2013, og spilaði alla leiki í deildinni í sumar. Áður var hann hjá Breiðabliki í fjögur ár en Ingvar hóf ferilinn í Víkingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert