Magnús spilandi aðstoðarþjálfari Fram

Magnús Már Lúðvíksson í búningi Fram.
Magnús Már Lúðvíksson í búningi Fram.

Knattspyrnumaðurinn Magnús Már Lúðvíksson, sem hefur leikið með Valsmönnum síðustu ár, skrifaði í morgun undir tveggja ára samning við Fram þar sem hann verður leikmaður og aðstoðarþjálfari.

Magnús er 33 ára gamall og hefur spilað 140 leiki í efstu deild með Val, KR, Þrótti og ÍBV. Hann hefur leikið sem miðvörður með Val undanfarin ár en getur spilað flestar stöður á  vellinum.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Fram semur við í vikunni. Framarar, sem féllu í 1. deildina í haust, fengu aftur til sín Einar Má Þórisson, sem fór frá þeim til KV á miðju sumri, og Orri Gunnarsson hefur gert nýjan samning við félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert