Sú efnilegasta til meistaraliðsins

Guðrún Karítas Sigurðardóttir ásamt föður sínum, Sigurði Jónssyni.
Guðrún Karítas Sigurðardóttir ásamt föður sínum, Sigurði Jónssyni. mynd/Jón Gunnlaugsson

Knattspyrnukonan efnilega, Guðrún Karítas Sigurðardóttir, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar. Guðrún Karítas lék í sumar sem leið með ÍA og var í lok keppnistímabilsins valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar.

ÍA féll úr Pepsi-deildinni í haust og þegar það lá fyrir voru mörg félög á höttunum eftir hinni efnilegu knattspyrnukonu sem gerði upp hug sinn í gær og segir þar með skilið við uppeldisfélag sitt. Einnig var vitað að Valur vildi klófesta Skagakonuna ungu og m.a. mætti hún á æfingu hjá Hlíðarendaliðinu.

Guðrún Karítas er 18 ára gömul. Hún skoraði þrjú mörk í 17 leikjum með ÍA á síðasta keppnistímabili en 17 mörk í 16 leikjum í 1. deildinni í fyrra. Hún á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert