Kári Ársæls snýr aftur heim

Kári Ársælsson handsalar samninginn í dag.
Kári Ársælsson handsalar samninginn í dag. Ljósmynd/Breiðablik

Kári Ársælsson, fyrrverandi fyrirliði Breiðabliks, hefur ákveðið að snúa aftur í Kópavoginn en hann skrifaði í dag undir samning til tveggja ára við knattspyrnudeild Blika.

Kári, sem er 29 ára gamall varnarmaður, er fæddur og uppalinn Bliki en hefur einnig spilað með Stjörnunni, ÍA og BÍ/Bolungarvík á ferlinum. 

Kári var fyrirliði meistaraflokks Breiðabliks þegar liðið vann bikarmeistaratitilinn árið 2009 og Íslandsmeistaratitilinn árið 2010. Hann hefur spilað 156 leiki fyrir meistaraflokk Blika og skorað í þeim 17 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert