Ísland í 20. sæti á FIFA listanum

Leikmenn íslenska landsliðsins fagna marki gegn Serbíu.
Leikmenn íslenska landsliðsins fagna marki gegn Serbíu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 20. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun. Ísland stendur í stað frá því síðasti styrkleikalisti var gefinn út í september. Af Evrópuþjóðum er Ísland í 11. sæti á eftir Sviss.

Þýskaland veltir Bandaríkjunum úr toppsætinu og Frakkland fer uppfyrir heimsmeistara Japans og í þriðja sætið. Norður-Kórea og Holland fara bæði upp um fjögur sæti en Noregur fellur um þrjú sæti og Danmörk um fjögur.

Tuttugu efstu þjóðir á listanum eru:

1. Þýskaland
2. Bandaríkin
3. Frakkland
4. Japan
5. Svíþjóð
6. England
7. Norður-Kórea
8. Brasilía
9. Kanada
10. Ástralía
11. Holland
12. Noregur
13. Kína
14. Ítalía
15. Spánn
16. Danmörk
17. Suður-Kórea
18. Nýja-Sjáland
19. Sviss
20. Ísland

Sjá allan FIFA-listann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert