Ísland og Kanada skildu jöfn

Ísland og Kanada gerðu 1:1 jafntefli í síðari vináttuleik þjóðanna sem fram fór í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld.

Kandamenn komust yfir á 30. mínútu með marki úr vítaspyrnu en Hólmbert Aron Friðjónsson jafnaði metin fyrir Íslendinga með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Matthías Vilhjálmsson var felldur innan teigs.

Lið Íslands: Ögmundur Kristinsson, Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson, Hörður Árnason - Rúrik Gíslason (Elías Már Ómarsson 46.), Guðmundur Þórarinsson (Björn Daníel Sverrisson 72.), Rúnar Már Sigurjónsson (Guðlaugur Victor Pálsson 46.), Þórarinn Ingi Valdimarsson (Ólafur Karl Finsen 61.) - Jón Daði Böðvarsson (Matthías Vilhjálmsson 46.), Hólmbert Aron Friðjónsson.

Bein textalýsing frá leiknum:

90+4 Leiknum er lokið með 1:1 jafntefli.

90. Uppbótartíminn er 4 mínútur.

89. Matthías aftur ágengur upp við mark Kanadamanna eftir fyrigjöf frá Elíasi en skot Matta fór í varnarmenn og aftur fyrir markið.

87. Íslendingar í dauðafæri en Matthías rann í teignum eftir góða fyrirgjöf frá Elíasi.

82. Nú eru rúmar 10 mínútur til leiksloka og það er kraftur í íslenska liðinu og það er líklegra heldur en Kanadamenn að skora sigurmarkið.

75. Patrice Bernier með skot beint úr aukaspyrnu sem Ögmundur Kristinsson varði af öryggi.

72. Björn Daníel Sverrisson var að koma inná fyrir Guðmund Þórarinsson.

67. Minnstu mátti muna að Julian De Guzman kæmi Kandamönnum yfir en boltinn smaug framhjá markinu eftir gott skot hans.

64. MARK!! Hólmbert Aron Friðjónsson var að jafna fyrir Íslendinga. Markið kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson var felldur innan vítateigs.

61. Ólafur Karl Finsen er kominn inná fyrir Þórarinn Inga Valdimarsson.

60. Íslensku strákarnir eru aðeins að hressast og átt ágæar sóknir síðustu mínúturnar.

49. Stór hætta upp við íslenska markið. Dwayne De Rosario var í góðu færi en hitti boltann illa.

46. Síðari hálfleikur er hafinn. Þrjár breytingar voru gerðar á íslenska liðinu. Matthías Vilhjálmsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Elías Már Ómarsson eru komnir inná fyrir Rúnar Má Sigurjónsson, Jón Daða Böðvarsson og Rúrik Gíslason.

45+2 Hálfleikur. Það er búið að flauta til leikhlés í Orlando þar sem Kandamenn eru 1:0 yfir. Íslenska liðið hefur ekki náð sér á strik í þessum fyrri hálfleik. Jón Guðni Fjóluson var óheppinn að koma ekki Íslendingum yfir á 25. mínútu en kollspyrna hans fór í þverslánna. Reikna má með að einhverjar skiptingar verða á íslenska liðinu í seinni hálfleik en heimilt er að gera sex skiptingar.

30. MARK!! Kanadamenn eru komnir í 1:0. Dwayne De Rosario skoraði markið úr vítaspyrnu sem dæmd var á Hauk Heiðar Hauksson.

25. SLÁIN!! Íslendingar voru hársbreidd frá því að komast í 1:0 en skalli Jóns Guðna Fjólusonar eftir aukaspyrnu Guðmundar Þórarinssonar small í þverslánni.

20. Það er enn markalaust í viðureign Íslendinga og Kanadamanna og það hefur verið frekar fátt um fína drætti í leiknum það sem af er.

13. Hólmbert Aron Friðjónsson var nálægt því að koma Íslendingum í forystu en markvörður Kanada varði hörkuskot hans frá vítateigslínunni.

10. Leikurinn fer rólega af stað en það eru ekki margir áhorfendur á leiknum. Örugglega innan við 100.

1. Leikurinn er hafinn í sólinni í Orlando.

0. Byrjunarlið Íslands: Ögmundur Kristinsson - Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson (F), Jón Guðni Fjóluson, Hörður Árnason - Rúrik Gíslason, Guðmundur Þórarinsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson - Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Daði Böðvarsson.

0. Átta breytingar eru á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum. Í byrjunarliðinu eru tveir nýliðar, bakverðirnir Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Árnason.

0. Íslendingar höfðu betur á föstudagskvöldið, 2:1, þar sem Kristinn Steindórsson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert