Landsliðsfyrirliði til Vals

Vesna Smiljkovic í leik með ÍBV gegn Val.
Vesna Smiljkovic í leik með ÍBV gegn Val. mbl.is/Ómar

Vesna Elísa Smiljkovic, landsliðsfyrirliði Serbíu í knattspyrnu sem hefur leikið með ÍBV undanfarin ár, er gengin til liðs við Val og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Vesna, sem verður 32 ára á laugardaginn hefur leikið hér á landi frá 2005. Fyrst með Keflavík, síðan Þór/KA og með ÍBV undanfarin fjögur ár. Hún hefur spilað 144 leiki í efstu deild og skorað í þeim 62 mörk. Vesna spilaði alla 18 leiki ÍBV í deildinni í fyrra og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins með 9 mörk.

Þá hefur Vesna, sem er með tvöfalt ríkisfang, íslenskt og serbneskt, verið í lykilhlutverki hjá landsliði Serbíu um árabil og verið fyrirliði þess síðustu árin, m.a. í haust þegar það mætti Íslandi á Laugardalsvelllinum. Hún hefur spilað 51 A-landsleik fyrir Serbíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert