Lagerbäck gaf grænt ljós

Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór Halldórsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Enn er útlit fyrir að Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, haldi kyrru fyrir hjá Sandnes Ulf þrátt fyrir að liðið hafi fallið niður í næstefstu deild Noregs síðastliðið haust. Hannes er með liðinu í æfingaferð á La Manga á Spáni. Hann segir að það komi ekki til með að hafa áhrif á stöðu sína í landsliðinu að spila í B-deild Noregs.

„Fyrir mér er mikilvægast að ég spili alla leiki, og helst á sem hæstu stigi. En ég hef rætt við Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara og hann hefur sagt að ég geti verið áfram hjá Sandnes Ulf, svo lengi sem ég sé aðalmarkvörður,“ sagði Hannes við Aftenbladet. Opið er fyrir félagaskipti í Noregi og Svíþjóð út mars. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert