Fylkiskonur byrjuðu á sigri

Lovísa Erlingsdóttir og samherjar í Fylki höfðu betur gegn ÍBV.
Lovísa Erlingsdóttir og samherjar í Fylki höfðu betur gegn ÍBV. mbl.is/Eggert

Fylkir lagði ÍBV að velli, 4:2, í fyrsta leiknum í A-deild Lengjubikar kvenna í knattspyrnu sem fram fór í Egilshöllinni í gærkvöld.

Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV yfir en Margrét Björg Ástvaldsdóttir jafnaði fyrir Fylki og staðan var 1:1 í hálfleik. Ruth Þórðar og Hulda Hrund Arnarsdóttir komu Fylki í 3:1 í seinni hálfleiknum, Kristín Erna minnkaði muninn fyrir Eyjakonur en  Hulda Hrund skoraði aftur og innsiglaði sigur Árbæjarliðsins.

Seinni tveir leikirnir í fyrstu umferðinni fara fram í dag. Stórleikur Breiðabliks og Stjörnunnar fer fram í Fífunni klukkan 12 og í Akraneshöllinni tekur Selfoss á móti Þór/KA klukkan 14.

Sex efstu lið úrvalsdeildar frá Íslandsmóti síðasta árs leika jafnan í A-deildinni og það þýðir að nú á Valur ekki sæti í henni í fyrsta skipti í sögunni en Hlíðarendaliðið er eitt sex liða sem spila í B-deild mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert